Við bjóðum almenna bókhaldsþjónustu, árshluta- og/eða ársuppgjör, skattskil og ársreikningagerð. Við tökum að okkur vinnu í því kerfi sem viðskiptavinur telur henta best. Við höfum langa reynslu af vinnu við bókhald, erum stöðugt að leita að bestu tækninýjungunum og nýtum rafræna ferla eins og best er viðkomið hverju sinni. Við búum að því að hafa lengi séð um kennslu á bókhaldskerfið Reglu þar sem rafrænn innlestur bankareikninga og kreditkorta, ásamt móttöku á rafrænum reikningum, gerir alla vinnu og afstemmingar auðveldari og skilvirkari.
Undir almenna bókhaldsþjónustu fellur útgáfa reikninga (tekjufærsla) á rafrænu eða pdf-formi, bókun kostnaðarreikninga, eignfærslur og skuldfærslur, eftirfylgni með því að bókhaldslyklar stemmi eftir bókun tímabils, þ.á.m. launalyklar – og við látum þig vita í tíma ef gera þarf ráðstafanir.
Ársreikningur gefur þér meiri yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins árið á undan og er því ekki aðeins plagg sem krafa er um að skila inn til ríkisskattsjóra. Ársreikningur síðasta árs getur þannig hjálpað og bætt reksturinn á yfirstandandi ári.
Verum hjálpar bæði fyrirtækjum og einstaklingum við gerð skattframtals og ársreikninga.
Jafnframt bjóðum við upp á áætlanagerð sem nýtist þér sem verkfæri til að ná settum markmiðum.
Við bjóðum þér kennslu á þitt eigið bókhald. Þú kemur með þitt bókhald og færð kennslu í bókhaldsfræðum og vinnubrögðum auk heimaverkefna. Með aukinni þekkingu færð þú betri yfirsýn og getur fyrr tekið ákvarðanir sem varða afkomu.