Verum greiðir götu þína með því að veita örugga, skilvirka og þægilega bókhaldsþjónustu á öllum sviðum. Þannig einföldum við þér reksturinn og gerum þér kleift að einbeita þér að því sem þú gerir best án þess að hafa áhyggjur af bókhaldinu. Við leggjum áherslu á skýr og persónuleg samskipti þar sem við leitumst við að gefa þér þá ráðgjöf og þau verkfæri sem þú þarft til að reksturinn blómstri.
Verum er ört stækkandi fyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að gefa viðskiptavinum sínum aðgang að öllum gögnum og stöðu eigin bókhalds á hverjum tíma. Við vinnum með bókhaldskerfi í skýinu sem eru því aðgengileg hvar sem er.
Til að ná góðum árangri í fyrirtækjarekstri þarf að hafa góða yfirsýn yfir stöðu fjármála og reksturs. Við hjá Verum veitum áreiðanlegar og reglulegar upplýsingar sem hjálpa fyrirtækjaeigendum að taka upplýstar ákvarðanir um rekstur félagsins. Þannig geta fyrirtæki hámarkað hagnað sinn.
Verum saman í þessu.
Verum bókhald
Suðurlandsbraut 30 ,
108 Reykjavík
Kt. 521020-2290